Öskubuska = Helgi Hrafn Gunnarsson
Öskubuska tók ekki þátt í leiknum heldur sat hún og skúraði á meðan aðrir skemmtu sér. Öskubusku dreymdi um að geta orðið eitthvað mikið, stórt og fallegt. Breytingarnar urðu hraðar og allt í einu varð Öskubuska vinsælasta stúlkan á ballinu, stúlkan sem allir vildu fara heim með. Fylgisaukningu Pírata má rekja til Helga Hrafns. Hann er vinnusamur, klár og kemur vel fyrir. Núna er hann á ballinu og viti menn! Hann er sá allra fallegasti. En áhrif galdrakerlingarinnar voru fljót að fara og Helgi þarf að drífa sig af ballinu og lenda á jörðinni. Ef hann gerir það þá mun hann vaxa enn frekar.