[Net] Helgi & Öskubuska

Öskubuska = Helgi Hrafn Gunnarsson

Öskubuska tók ekki þátt í leiknum heldur sat hún og skúraði á meðan aðrir skemmtu sér. Öskubusku dreymdi um að geta orðið eitthvað mikið, stórt og fallegt. Breytingarnar urðu hraðar og allt í einu varð Öskubuska vinsælasta stúlkan á ballinu, stúlkan sem allir vildu fara heim með. Fylgisaukningu Pírata má rekja til Helga Hrafns. Hann er vinnusamur, klár og kemur vel fyrir. Núna er hann á ballinu og viti menn! Hann er sá allra fallegasti. En áhrif galdrakerlingarinnar voru fljót að fara og Helgi þarf að drífa sig af ballinu og lenda á jörðinni. Ef hann gerir það þá mun hann vaxa enn frekar.

 

[Net] Guðmundur & Aríel

Aríel = Guðmundur Steingrímsson

Aríel vildi alltaf eitthvað annað. Hún þráði eitthvað sem hún hafði ekki. Grasið var alltaf grænna hinum megin. Svolítið eins og Gummi Steingríms. Vill eitthvað bara af því það er annars staðar og getur aldrei sætt sig við það sem hann hefur. Aríel vildi þó aðeins flakka á milli sjávar og strandar en Gummi vill prófa sem flesta stjórnmálaflokka svo hann geti mögulega einhvern tímann orðið forsætisráðherra eins og hann á ætt til.

 

[Net] Sigmundur & Mjallhvít

Mjallhvít = Sigmundur Davíð

Margar sögur eru til af Mjallhvíti og aldrei virðist sögunum bera saman. Sumir hafa jafnvel talað um að Mjallhvít hafi verið á kókaíni allt ævintýrið og hafi því ekki ,,meikað sens“ nokkurn tímann. Kenningar eru á lofti um að Mjallhvít hafi verið á trippi og dreymt allt saman, svolítið eins og Sigmundur Davíð, en undir hans forystu hefur ríkisstjórnin verið á trippi og gerir bara eitthvað. Mjallhvít hafði líka mikið dálæti á að umkringja sig sjö minnipokamönnum.

 

[Net] Bjarni & Fríða

Fríða = Bjarni Benediktsson

Fríða varð ástfangin af dýri sem var eiginlega algjört skrímsli. Það gat ekki hamið sig og gerði óútreiknanlega hluti. Fríða þurfti alltaf að bugta sig og beygja til að skrímslið yrði hægt og rólega hugfangið af Fríðu. Þetta er pínulítið eins og samband Bjarna og Sigmundar. Bjarni þarf að gera allt til þess að hemja skrímslið og setja sín áhyggjuefni og mál til hliðar. Vonandi endar það vel eins og í Fríðu og Dýrinu. Við efum það þó.

 

[Net] Sigríður & Jasmín

Jasmín=Sigríður Ingibjörg

Jasmínu dreymdi um eitthvað annað. Hún var í rauninni ekki hluti af hópnum eða félagsskapnum sem hún fæddist inn í. Hún fann sig ekki í höllinni og átti þar fáa bandamenn þó hún væri í raun sú fallegasta af öllum. Alveg eins og Sigríður Ingibjörg. Er með flottustu og bestu skoðanirnar en getur ekki talað fyrir þeim almennilega þar sem hún er á röngum stað.

 

[Net] Katrín & Pókahontas

Pocahontas= Katrín Jakobsdóttir

Pocahontas var ávallt traust og skýr en náði ekki til allra því hún þurfti endalaust að passa upp á marga mismunandi aðila sem gátu ekki verið sammála. Sama hvað Pocahontas reyndi þá gat hún ekki sætt ólíka hópa þar til undir lokinn. Pocahontas var einlæg og trúði á skoðanir sínar og lífspólisíu og hefði getað bjargað öllu ef hún bara hefði fengið að ráða. Katrín nýtur víðtæks trausts og tiltrúin á henni er mikil en hún getur ekki unnið af fullum krafti því hún þarf að miðla málum margra ólíkra hópa. Vonandi endar það jafnvel og hjá Pocahontas.