Íllgresi 2015 lógó

Íllgresi

Málgagn Ungra vinstri grænna

2015, 1. tölublað – 8. árgangur

Útgefandi

Ung vinstri græn

Ritstjóri og ábyrgðarmaður

Gísli Garðarsson

Ritstjórn

Rakel G. Brandt

Snæfríður Sól Thomasdóttir

Stefán Elí Gunnarsson

Védís Huldudóttir

Hönnun vefútgáfu

Daníel Arnarsson

Smelltu á hnappinn í efra vinstra horninu til að velja grein.

HVAÐ ER ÍLLGRESI?

Sérhver jurt er vex frjáls og fögur í íslenskri náttúru, ekki vegna áhrifa mannsins heldur honum aðeins til yndisauka, er íllgresi. Nánast öll flóra Íslands er skilgreind sem íllgresi ef hún kemur inn fyrir skilgreind lóðamörk og inn á ræktað land. Ástæða þess að fallegum blómum er gefið nafn sem gefur í skyn að þau séu íll er að þeir sem ráða innan lóðamarkanna sjá þau sem óreiðu innan kerfisins, ógn við ríkjandi skipulag og þeirra eigin ríkjandi skilgreiningar á því hvað sé gott og æskilegt.

Íllgresi eru blóm sem lúta ekki reglum mannsins heldur ögra þeim. Þau spretta upp á ný án leyfis frá kóngi eða presti og þau blómgast jafnvel við erfiðustu aðstæður, á skjóllausum berangri með fáa nágranna nema urð og grjót. Maðurinn ræður ekki yfir þeim og því reynir hann að rífa þau upp. Hann reynir að eitra fyrir þeim, sökkva þeim, trampa á þeim, hann rífur þau upp með rótum og fleygir þeim á haugana. En hann hefur þó ekki erindi sem erfiði. Þau eru of mörg og þau eru of sterk. Þau eru villt og fjölbreytileg, frjáls og óheft. Menn geta reynt eins og þeir vilja en það verða alltaf til frjáls blóm sem teygja blöð sín og krónu sjálfstæð og sterk til himins.